Flýtilyklar
Þrifdagur eftir N1 mót
02.07.2022
Fótbolti
Stórkostlegu N1-móti okkar KA manna lauk í dag þar sem gríðarlega margir sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóg! Á morgun, sunnudag, klukkan 11:00 ætlum við að taka saman höndum og pakka mótinu saman ofan í kassa!
Við ætlum að ganga frá og hreinsa svæðið okkar. Við þiggjum allar hendur sem mögulegt er, bæði frá iðkendum og foreldrum þeirra. Á sama tíma þökkum við ykkur fyrir frábært mót, þetta væri aldrei hægt án ykkar allra - sjáumst vonandi sem flest á morgun!