Þór/KA - Wolfsburg 12. september!

Fótbolti

Íslandsmeistarar Þórs/KA leika fyrri leik sinn gegn stórliði Wolfsburg í Meistaradeildinni á Þórsvelli 12. september næstkomandi. Leikurinn er einn sá stærsti sem hefur farið fram hér á Akureyri og alveg ljóst að við þurfum að fjölmenna í stúkuna og sýna okkar frábæra liði þann stuðning sem það á skilið.

Leikurinn fer fram klukkan 16:30 þann 12. september sem er miðvikudagur þannig að nú er um að gera að taka daginn frá og passa upp á að þú komist á leikinn þegar flautað verður til leiks.


Smelltu á myndina til að fara á Facebook event leiksins

Wolfsburg er ríkjandi Þýskalandsmeistari sem og Bikarmeistari í Þýskalandi en liðið lék til úrslita í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð þar sem liðið tapaði í framlengingu gegn Lyon. Wolfsburg er því eitt besta lið í heimi og verður algjör veisla að sjá okkar lið leika gegn jafn sterkum andstæðing. Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslenska landsliðsins er lykilleikmaður í liðinu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is