Flýtilyklar
Þór/KA tekur á móti ÍBV í dag
28.07.2018
Fótbolti
Það er meistaraslagur á Þórsvelli í dag klukkan 13:30 þegar Íslandsmeistarar Þórs/KA taka á móti Bikarmeisturum ÍBV í Pepsi deild kvenna. ÍBV hefur verið í smá vandræðum í sumar en fékk Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur í markið nýlega en hún varð einmitt Íslandsmeistari með Þór/KA í fyrra og lék 4 leiki með liðinu í deildinni í sumar.
Stelpurnar eru í harðri titilbaráttu við Breiðablik en liðin hafa stungið af í deildinni og lítur út fyrir að hvert einasta stig muni skipta sköpum þegar upp verður staðið. Það er því um að gera að drífa sig á völlinn í dag og hvetja okkar frábæra lið til sigurs, áfram Þór/KA!