Þór/KA sækir KR heim í dag

Fótbolti
Þór/KA sækir KR heim í dag
Hvað gera stelpurnar okkar í kvöld?

Íslandsmeistarar Þórs/KA sækja KR heim í 13. umferð Pepsi deildar kvenna í dag klukkan 18:00. Þetta er síðasti leikur liðsins fyrir undankeppnina í Meistaradeild Evrópu sem fer fram í Norður-Írlandi dagana 7.-13. ágúst og það er ansi mikilvægt að ná sigri í leik kvöldsins.

Fyrir leikinn eru heimastúlkur í KR í 8. sæti deildarinnar með 9 stig og þurfa þær svo sannarlega á stigum að halda á sama tíma og okkar lið er í 2. sæti með 32 stig, stigi minna en topplið Breiðabliks. Kópavogsliðið virðist ekkert ætla að misstíga sig og gríðarlega mikilvægt að okkar lið sæki sigur í dag til að halda pressu á Blikaliðinu.

Fyrri leik liðanna í sumar lauk með 2-0 sigri Þórs/KA á Þórsvelli þar sem Lillý Rut Hlynsdóttir og Sandra Mayor gerðu mörk okkar liðs. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á Alvogenvöllinn í kvöld og styðja stelpurnar áfram í baráttunni í deildinni, áfram Þór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is