Þór/KA hefur leik í Lengjubikarnum

Fótbolti

Þór/KA leikur sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum þetta árið þegar liðið tekur á móti Tindastól í Boganum klukkan 15:00 í dag. Tindastóll leikur í fyrsta skiptið í efstu deild í sumar og má reikna með áhugaverðum nágrannaslag.

Bæði lið hafa unnið alla leiki sína til þessa í Kjarnafæðismótinu og virðast vera á góðu róli í sínum undirbúningi fyrir sumarið. Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leik dagsins en hann verður í beinni á KA-TV og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála, áfram Þór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is