Sumaræfingar hjá júdódeild KA

Júdó

Það er mikið líf í júdódeild KA um þessar mundir en nýlega unnust 4 bronsverðlaun á Norðurlandamótinu auk þess sem 5 Íslandsmeistaratitlar unnust í vetur. Deildin býður svo uppá sumaræfingar fyrir alla aldursflokka og hvetjum við alla til að kíkja á þessar flottu æfingar.

Æfingarnar hefjast 11. júní og verður æft í Laugagötu rétt hjá Sundlauginni. Athugið að æfingarnar eru ekki kynjaskiptar.

6-14 ára æfa tvisvar í viku og er það á mánudögum og miðvikudögum klukkan 17:00-18:00. Þessi hópur mun æfa í 6 vikur og lýkur æfingunum því 20. júlí. Verð fyrir þetta námskeið er 10.000 krónur.

14 ára og eldri æfa hinsvegar þrisvar sinnum í viku og er það á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum klukkan 18:00-19:00. Þessi hópur æfir í 10 vikur og lýkur æfingunum 15. ágúst. Verð fyrir námskeiðið er 20.000 krónur.

Skráning fer fram á ka.felog.is

Athugið að það verður frí dagana 4.-8. júlí.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is