Styrktu KA með gómsætri þristamús!

Almennt

Nú getur þú prófað þristamúsina sem allir eru að tala um og styrkt KA í leiðinni! Eftirrétturinn gómsæti hefur slegið í gegn hjá Barion og Mini Garðinum fyrir sunnan og nú getur þú prófað þessa snilld sem allir eru að tala um!

Skelltu þér inn á http://minigardurinn.is og pantaðu gómsæta þristamús, veldu að fá hana afhenta í KA-Heimilið á laugardaginn. Stykkið kostar 1.195 kr og lokað verður fyrir pantanir kl. 11:00 á föstudaginn, ekki missa af þessu!

Pantanirnar verða afhendar milli klukkan 12 og 15 og styrkir þú KA með hverju stykki sem þú pantar, það er því um að gera að gera vel við þig og þína á laugardaginn!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is