Flýtilyklar
Stórsigur í fyrsta leik Kjarnafæðismótsins
14.12.2019
Fótbolti
KA hóf leik í Kjarnafæðismótinu í dag er liðið mætti Völsung í Boganum. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Bjarni Aðalsteinsson sem kom KA liðinu á bragðið í upphafi síðari hálfleiks með tveimur glæsimörkum úr aukaspyrnum með aðeins mínútu millibili.
Gestirnir minnkuðu muninn stuttu síðar áður en Bjarni innsiglaði þrennu sína á 77. mínútu. Í kjölfarið gekk KA liðið frá leiknum. Steinþór Freyr Þorsteinsson gerði tvö mörk áður en Gunnar Örvar Stefánsson lokaði leiknum með sjötta marki KA og 6-1 sigur staðreynd.
Flott byrjun á Kjarnafæðismótinu en næsti leikur er á miðvikudaginn gegn KA2 klukkan 20:45.