Steve Maxwell sækir Júdódeild KA heim

Júdó
Dagana 14. - 15. ágúst fengum við hinn þekkta Steve Maxwell í heimsókn til okkar en hann er staddur hér á Íslandi til að halda námskeið í þrek og styrktaræfingum með eigin líkamsþyngd.  Einnig kenndi hann nokkur vel valin jiu jitsu brögð í sjálfsvarnarstíl.  Óhætt er að segja að þátttakendur á námskeiðinu hjá honum hafi verið afar ánægðir með þennan mikla meistara.
Steve Maxwell er tvöfaldur heimmeistari öldunga Brasilian jiu jitsu auk þess sem hann skrifað mikið um fitnes og gefið út DVD diska um fitnessþjálfun.  Fyrir þá sem vilja vita hver þessi meistari er má benda á að skrifa Steve Maxwell á www.youtube.com


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is