Steinþór Már snýr aftur í KA

Fótbolti
Steinþór Már snýr aftur í KA
Bjóðum Steinþór velkominn aftur heim!

Steinþór Már Auðunsson er kominn aftur heim en þessi stóri og stæðilegi markvörður hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild KA. Steinþór sem verður 31 árs í febrúar gengur til liðs við KA frá Magna á Grenivík þar sem hann hefur spilað undanfarin ár.

Steinþór er uppalinn hjá KA og lék tvo deildarleiki með meistaraflokki KA sumarið 2007 þá aðeins 17 ára gamall. Frá árinu 2010 hefur hann hinsvegar leikið með öðrum liðum á Norðurlandi en það eru þau Völsungur, Dalvík/Reynir, Þór og Magni. Með Magna var hann lykilleikmaður í ævintýrinu í næstefstu deild sem lauk á grátlegan hátt er síðasta tímabili var aflýst vegna Covid veirunnar.

KA vann 5-1 sigur á Þór 2 í Kjarnafæðismótinu á föstudaginn var og lék Steinþór allan leikinn í marki KA. Við bjóðum hann velkominn heim og er virkilega gaman að sjá hann aftur í KA treyjunni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is