Skráning á aðalfund KA - 30. apríl

Almennt

Aðalfundur Knattspyrnufélags Akureyrar verður haldinn föstudaginn 30. apríl næstkomandi klukkan 20:00 í fundarsal félagsins í KA-Heimilinu. Það er ljóst að vegna þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gangi þurfum við að taka við skráningu á þeim sem ætla sér að mæta á fundinn.

Til að boða komu ykkar á aðalfundinn þurfið þið að senda tölvupóst á agust@ka.is. Ef mikil þátttaka verður á fundinn munum við bregðast við og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

Þá bendum við á að aðalfundir handknattleiks-, blak-, júdó- og spaðadeildar fara fram dagana 29. og 30. apríl og er dagskráin eftirfarandi.

Fimmtudagur 29. apríl
20:00 - Aðalfundur Spaðadeildar
20:30 - Aðalfundur Júdódeildar
21:00 - Aðalfundur Blakdeildar

Föstudagur 30. apríl
18:00 - Aðalfundur Handknattleiksdeildar
20:00 - Aðalfundur KA

Knattspyrnudeild hélt sinn aðalfund 25. febrúar.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is