Skemmtilegt samstarf við Hawks FC í Gambíu.

Almennt
Skemmtilegt samstarf við Hawks FC í Gambíu.
Drengirnir fyrir leikinn á móti ÍA

Fyrir tæpum 2 árum fóru þjálfarar á vegum KA til Gambíu og voru að aðstoða við æfingar hjá Hawks FC í um viku tíma.  Síðan þá hafa félögin haldið sambandi og nú í vikunni mættu tveir ungir leikmenn til landsins og ætla að æfa og spila með KA næstu vikurnar.  Til gaman má geta að Ibra Jagne sem lék um tíma með KA kemur frá sama félagi og þeir félagar.

Leikmennirnir heita Yankuba Colley sem er markmaður og Matarr Badjie sem er sóknarmaður.  Strákarnir tóku þátt í sínum fyrsta leik fyrir félagið er þeir spiluðu með b-liði 2.flokks í gær á móti ÍA.  ÍA vann leikinn 2-1 en Matarr skoraði mark okkar manna.  

Aðstæður eru flest allar framandi fyrir þessa drengi og verður gaman að sjá hvernig þeim tekst til hér á næstu vikum, en þeir stóðu sig báðir vel í norðangolunni í gær.  Við bjóðum þessa ungu drengi velkomna til félagsins og óskum þeim alls hins besta.

 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is