Skemmtikvöld Handknattleiksdeildar KA

Handbolti

Fimmtudaginn 20. október verður skemmtikvöld í KA-Heimilinu til styrktar Evrópuævintýris karlaliðs KA í handbolta sem sækir Austurríska liðið HC Fivers heim í lok mánaðar. Slíkar ferðir kosta skildinginn og ætla því leikmenn og stjórn að slá upp skemmtikvöldi í KA-heimilinu þar sem engu verður til sparað.

Ýmis dagskrá verður í boði þar á meðal pubquiz, happdrætti og skemmtisögur. Þá fá gestir aðeins að skyggnast inn í komandi ferðalag liðsins og hvernig veturinn hefur farið af stað hjá liðinu, sem er eitt það efnilegasta og mest spennandi í deildinni.

Það er gríðarlega takmarkað magn miða í boði þar sem fundarsalurinn í KA-Heimilinu rúmar ekki nema 50 manns. Innifalið í miðaverði er glæsileg grillveisla að hætti hússins og flottur eftirréttur. Miðaverð er 5.000 kr og fara pantanir í gegnum agust@ka.is.

Þá verða drykkir seldir á staðnum gegn hóflegu gjaldi. Skemmtunin hefst 20:00 og stendur til 23:30. Ekki missa af þessari mögnuðu skemmtun, áfram KA í Evrópu!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is