Síðasti heimaleikur stelpnanna í deildinni

Handbolti

KA/Þór tekur á móti Fram í síðasta heimaleik sínum fyrir úrslitakeppnina á laugardaginn klukkan 15:00. Það má búast við hörkuleik enda bæði lið í harðri baráttu um gott sæti í úrslitakeppninni en leikur helgarinnar er liður í næstsíðustu umferð Olísdeildarinnar.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta en annars er leikurinn í beinni á KA-TV fyrir aðeins 1.000 krónur, áfram KA/Þór!

livey.events/ka-tv


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is