Sex KA strákar á æfingar hjá U16 landsliðinu

Handbolti
Sex KA strákar á æfingar hjá U16 landsliðinu
Strákarnir eru tilbúnir að sýna sig og sanna!

KA á alls sex fulltrúa í æfingahópum U16 ára landsliðs Íslands í handbolta. Valdir voru tveir hópar sem munu æfa helgina 12.-14. júní næstkomandi. Hópunum er skipt upp eftir fæðingarári (2004 og 2005) en þjálfarar landsliðsins eru þeir Halldór Jóhann Sigfússon og Kári Garðarsson en báðir eru þeir uppaldir KA-menn.

Ísak Óli Eggertsson var valinn í 2004 hópinn en þeir Bjarki Jóhannsson, Jóhannes Geir Gestsson, Logi Gautason, Marínó Þorri Hauksson og Skarphéðinn Ívar Einarsson voru valdir í 2005 hópinn. Strákarnir eru gríðarlega öflugir en strákarnir fæddir 2005 urðu Bikarmeistarar í vetur og voru auk þess í efsta sæti deildarinnar þegar tímabilið var flautað af vegna Covid-19.

Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum. Það er ekki nokkur spurning að strákarnir geta náð langt í boltanum og það er gríðarleg viðurkenning á því mikla starfi sem hefur verið unnið í handboltanum að eiga sex fulltrúa í landsliðshópnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is