Risahandboltaveisla á föstudaginn!

Handbolti

Þú vilt svo sannarlega ekki missa af svakalegri handboltaveislu í KA-Heimilinu á föstudaginn en KA tekur þá á móti Íslandsmeisturum Vals í hörkuslag í Olísdeildinni klukkan 18:00 og í kjölfarið tekur við bæjarslagur þegar ungmennalið KA tekur á móti aðalliði Þórs í Grill 66 deildinni klukkan 20:15.

KA vann afar mikilvægan heimasigur á liði Harðar í fyrsta leik sínum á árinu um síðustu helgi og strákarnir ætla sér klárlega önnur tvö mikilvæg stig gegn sterku liði Vals. Það er því alveg klárt að við þurfum að fjölmenna í stúkuna og styðja strákana áfram í þessu krefjandi verkefni.

Við grillum hamborgara á svæðinu og því eina vitið að taka kvöldið frá og taka svo leik ungmennaliðs KA og aðalliðs Þórs í næstefstu deild í kjölfarið. Fyrri leik liðanna í vetur lauk með jafntefli í Höllinni og alveg klárt að þetta verður svakalegur leikur. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn og spennan í algleymingi.

Hlökkum til að sjá ykkur í stúkunni að styðja strákana okkar til sigurs, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is