Flýtilyklar
Ottó Björn og Sveinn Margeir valdir í U19
10.01.2020
Fótbolti
Ottó Björn Óðinsson og Sveinn Margeir Hauksson voru á dögunum valdir í U19 ára landslið Íslands. Hópurinn mun koma saman og æfa dagana 13.-15. janúar næstkomandi en þjálfari liðsins er enginn annar en Þorvaldur Örlygsson.
Báðir hafa þeir verið í eldlínunni í Kjarnafæðismótinu og ljóst að þarna eru á ferðinni tveir hörkuleikmenn. Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.