Opna Norðlenska hefst á nágrannaslag!

Handbolti

Handboltaveislan hefst á morgun, fimmtudag, þegar KA og Þór mætast í opnunarleik Opna Norðlenska mótsins. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og berjast liðin um sæti í úrslitaleik mótsins. Á föstudaginn mætast svo HK og Selfoss klukkan 18:00 í hinum undanúrslitaleik mótsins.

Á laugardeginum er svo leikið um gull og brons en bronsleikurinn fer fram klukkan 12:00 og úrslitaleikurinn fer fram klukkan 14:30.

Allir leikir mótsins fara fram í KA-Heimilinu og er frítt inn. Það er því eina vitið að koma sér í gírinn fyrir magnaðan handboltavetur og mæta á þetta flotta mót, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is