Oktoberfest KA er í Golfskálanum!

Almennt
Oktoberfest KA er í Golfskálanum!
Þú vilt ekki missa af skemmtun ársins!

Það verður líf og fjör á Oktoberfest á föstudaginn og ljóst að þú vilt ekki missa af þessari skemmtun!. Pétur Jóhann Sigfússon verður með uppistand, Rúnar Eff tekur lagið og Rikki G sér um veisluhaldið. Að því loknu slær Hamrabandið upp í alvöru ball!

Athugið að skemmtunin hefur verið færð yfir í Golfskálann. Miðasala er í fullum gangi og fer hver að verða síðastur að mæta í KA-Heimilið og tryggja sér miða.

Stakur miði kostar 7.900 kr. Einnig er hægt er að panta 8 manna borð fyrir 80.000 krónur og innifalið í því eru 16 bjórar, 2 hvítvínsflöskur og 8 KA ölkrúsir.

Allir sem mæta fá glæsilega KA ölkrús til eignar auk þess verður nóg af girnilegum þýskum mat í Oktoberfest stíl. Þá verða veitt verðlaun fyrir besta búninginn.

Matseðillinn er eftirfarandi: Svínaskanki, snitzel, bratwurst pylsa, vínarpylsa, súrkál, steiktar kartöflur, pretzel kringla, sinnep, kartöflusalat, sítrónur og karrýsósa.

Fyrir þá sem vilja koma sér í gírinn þá er matseðillinn hér á þýsku: auptgerichte Schweinehaxe, Schnitzel, Bratwurst, Wiener Würstl, Beilagen Sauerkraut und Bratkartoffeln, Pretzel, Senf, Kartoffeln salat, Citroen und Currywurst Sauce.

Ekki láta þessa mögnuðu skemmtun framhjá þér fara!

Húsið opnar klukkan 19:00 og balli lýkur klukkan 3:00, það verður því nægt fjör fyrir alla!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is