Nýjung í Nóra

Júdó

Við viljum vekja athygli ykkar á appinu Nóri sem hugsað er fyrir foreldra. Þar getið þið skráð leyfi/veikindi fram í tímann, séð upplýsingar um netfang og símanúmer þjálfara. Einnig getið þið séð greiðslustöðu allra tímabila iðkenda ykkar í appinu. Enn ein nýjung bættist síðan við í síðustu viku en það er að þið getið séð daga og tíma allra iðkenda sem æfa júdó. Jafnvel látið símann minna ykkur á tíma ef svo ber undir.

Við í júdódeild KA erum stolt af því að vera fyrsta félagið á Akureyri sem býður upp á þann möguleika. Vonandi bætast fleiri félög/deildir við á næsta ári. Allar tilkynningar munu fara fram í gegnum Nóra á næsta ári svo það er gott að æfa sig.

Þið skráið ykkur með kennitölu og lykilorði sem þið hafið þegar stofnað eða með rafrænum skilríkjum líkt og í heimabanka. Aðeins þarf að skrá sig inn einu sinni.

Android slóð:
https://play.google.com/store/apps/details?id=formenn.is.noriguardians

Fyrir IOS (Iphone og Ipad):
https://itunes.apple.com/is/app/n%C3%B3ri-forr%C3%A1%C3%B0amenn-i%C3%B0kendur/id1208545143?mt=8--


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is