Flýtilyklar
Ný keppnistreyja KA - forsala hafin
12.10.2021
Fótbolti
Knattspyrnufélag Akureyrar og Errea kynna nýja fatalínu KA fyrir tímabilin 2022 og 2023. Fatalínan er sérhönnuð af starfsmönnum Errea í samvinnu við knattspyrnudeild KA. Línan verður í forsölu í vefverslun Errea og í framhaldinu einnig í versluninni M Sport í Kaupangi.
Forsalan er hafin á errea.is þar sem má finna allar helstu vörur iðkenda og stuðningsmanna. Sérstakt tilboð er í forsölunni auk þess að þeir sem forpanta fyrir 24. október gefst kostur á að fá nafn og númer prentað í keppnistreyjuna. Fyrsta afhending er í byrjun desember.