Norðurlandsmót á Siglufirði

Tennis og badminton

Norðurlandsmót í badminton verður haldið á Siglufirði laugardaginn 20.apríl n.k.

Mótið hefst kl. 10:00 

Keppendur TB-KA athugið, farið verður á tveimur 9 manna bílum frá KA heimilinu stundvíslega kl. 8:00 á laugardagsmorguninn.

Þið þurfið aðeins að borga mótsgjöldin, þ.e. 1000 kr. á mann fyrir tvíliða og tvenndarleik og 1400 krónur fyrir einliðaleik. Best er að ganga frá þessum greiðslum við brottför, fararstjórar munu taka við þessum peningum.

Mikilvægt að muna eftir að nesta sig yfir daginn eða gera ráð fyrir að kaupa sér snarl á staðnum.

Við bendum líka foreldrum á að það er stutt og gaman að skreppa á Siglufjörð og kíkja á einn eða tvo leiki.

Sjá einnig
http://tbs.123.is/blog/2013/04/17/658710/

Með bestu kveðjum og ósk um góða skemmtun.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is