Næstsíðasti heimaleikur strákanna á morgun!

Handbolti

KA tekur á móti Aftureldingu í Olísdeild karla í handboltanum á morgun, fimmtudag, klukkan 19:00 í KA-Heimilinu en leikurinn er næstsíðasti heimaleikur strákanna í deildinni í vetur. Það er því ekki spurning að við þurfum að fjölmenna og styðja strákana til sigurs.

Síðast þegar liðin mættust þurfti að framlengja og má því búast við hörkuleik, nú þurfum við á ykkar stuðning að halda kæru KA-menn, hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is