Myndaveisla frá bikarúrslitaleiknum

Fótbolti
Myndaveisla frá bikarúrslitaleiknum
Stemningin var stórkostleg (mynd: Þórir Tryggva)

KA mætti Víkingum í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á dögunum en KA var þarna að leika sinn fjórða bikarúrslitaleik í sögunni. Því miður voru úrslitin ekki okkur að skapi en við getum engu að síður verið afar stolt af framgöngu okkar bæði innan sem utan vallar.

Stuðningsmenn KA fjölmenntu í Nýju Laugardalshöllina þar sem stórskemmtileg KA upphitun fór fram áður en hópurinn rölti yfir á Laugardalsvöllinn. Stemningin sem ríkti hjá okkur gulklæddu var stórfengleg og algjörlega frábært að upplifa kraftinn í félaginu á degi sem þessum.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá bikarúrslitaleiknum

Þórir Tryggvason ljósmyndari var á vellinum og býður til heljarinnar myndaveislu frá leiknum og stemningunni í stúkunni. Kunnum honum bestu þakkir fyrir þetta frábæra framtak. Á sama tíma viljum við þakka ykkur fyrir ómetanlegan stuðning, það er svo sannarlega gaman að vera í KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is