Mögnuð keppni í tilefni fyrsta heimaleiksins

Handbolti

KA tekur á móti Herði í fyrsta heimaleik ársins í Olísdeild karla í handboltanum á morgun, laugardaginn 4. febrúar, klukkan 15:00. Þetta er fyrsti heimaleikur strákanna í næstum því tvo mánuði og eftirvæntingin mikil fyrir leiknum.

Slippurinn og Bílaleiga Akureyrar bjóða öllum frítt á leikinn og því eina vitið að mæta og taka þátt í stemningunni. Talandi um stemninguna að þá tóku þeir Dagur Gautason og Ragnar Snær Njálsson gríðarlega skemmtilega skotkeppni í tilefni leiksins sem við mælum eindregið með að þið kíkið á, góða skemmtun!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is