Flýtilyklar
Mikilvægur leikur hjá Þór/KA í dag
20.03.2021
Fótbolti
Þór/KA sækir Fylki heim klukkan 16:15 í Lengjubikarnum í dag en liðin eru í harðri baráttu um sæti í undanúrslitunum og ljóst að gríðarlega mikilvæg stig eru í húfi.
Liðin hafa bæði leikið þrjá leiki í riðlinum til þessa, Fylkir er á toppnum ásamt Breiðablik með 7 stig en Þór/KA er með 6 stig og myndi því fara upp fyrir Fylkisliðið með sigri fyrir lokaumferðina.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Fylkir-TV og er hægt að nálgast rásina með því að smella hér, áfram Þór/KA!