Lyftingarnar komnar heim!

Almennt
Lyftingarnar komnar heim!
Spennandi tímar framundan!

Á vel sóttum félagsfundi KA í gærkveldi var samþykkt með dynjandi lófataki að stofna nýja félagsdeild innan KA, Lyftingadeild KA. Í hinni nýju deild munu iðkendur leggja stund á kraftlyftingar sem og ólympískar lyftingar.

Með sanni má segja að lyftingarnar séu komar heim í KA, en fyrr á árum átti KA Íslandmeistara í lyftingum eins og lesa má um í sögu félagsins. Við munum seinna kynna hina nýju deild fyrir öllum félagsmönnum KA á miðlum félagsins.

Við bjóðum lyftingafólk velkomið í KA að nýju og væntum góðs samstarfs og árangurs af hinni nýju deild okkar.

Það er gaman í KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is