Lokahóf Knattspyrnudeildar á laugardag

Fótbolti
Lokahóf Knattspyrnudeildar á laugardag
Það má búast við miklu fjöri á laugardaginn

Knattspyrnudeild KA heldur lokahóf sitt á laugardaginn á Greifanum. KA liðið leikur lokaleik sinn í deildinni fyrr um daginn er liðið sækir Breiðablik heim, svo verður sumarið gert upp á skemmtilegan hátt um kvöldið. Húsið opnar klukkan 19:30 með fordrykk.

Í boði verður glæsilegt lambalæri eldað að hætti Greifans, bestu og efnilegustu leikmenn KA verða verðlaunaðir, Tufa verður heiðraður og svo margt fleira. Þetta er kvöld sem alvöru KA maður ætti ekki að láta framhjá sér fara.

Það kostar 5.000 krónur inn á lokahófið en við minnum á að bakhjarlar KA fá frítt. Hægt er að tryggja sér miða með því að senda póst á agust@ka.is. Hlökkum til að sjá ykkur.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is