Kvennakvöld KA/Þórs og Þórs/KA 21. maí

Almennt

Stjórnir knattspyrnuliðs Þórs/KA og handknattleiksliðs KA/Þórs halda sameiginlegt kvennakvöld á laugardaginn og er miðasala í fullum gangi í KA-Heimilinu og Hamri. Það má reikna með gríðarlegu fjöri og alveg ljóst að þið viljið ekki missa af þessari mögnuðu skemmtun!

Auddi Blö, Gummi Ben, Herbert Guðmunds, Ágúst Brynjars og HJ Elite Dance Show sjá um skemmtunina og Bryndís Ásmunds sér um veislustjórnunina og mun flytja brot út Tinu Turner show.

Skemmtunin fer fram á Vitanum, Strandgötu 53, og opnar húsið klukkan 18:30 með fordrykk. Miðaverð er einungis 7.400 krónur en auk skemmtiatriðanna fjölmörgu er glæsilegt happdrætti á svæðinu. Allur ágóði rennur til rekstrarins hjá Þór/KA og KA/Þór.

Í kjölfarið verða svo rútuferðir á ball með Færibandinu í Síðuskóla en ballið hefst klukkan 23:00. 


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is