Kristján Gunnþórs framlengir um tvö ár

Handbolti

Kristján Gunnþórsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn út tímabilið 2024-2025. Kristján sem er 19 ára gamall sýndi frábæra takta í vetur en þessi örvhenti kappi getur bæði leikið í skyttu og horni.

Kristján hefur komið af miklum krafti inn í KA starfið og var markahæsti leikmaður ungmennaliðs KA á nýliðnu tímabili er liðið endaði í 5. sæti Grill 66 deildarinnar. Auk þess var Kristján í leikmannahóp í þremur leikjum hjá meistaraflokksliði KA í vetur og ljóst að það verður afar spennandi að fylgjast áfram með hans framgöngu á vellinum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is