Komdu með út í Evrópuævintýrið!

Fótbolti

KA vann glæsilegan 2-0 sigur á Connah's Quay Nomads frá Wales í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar UEFA á Framvellinum í gær og eru strákarnir því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn sem verður spilaður á Park Hall Stadium í Oswestry í Englandi fimmtudaginn 20. júlí.

Stuðningurinn var frábær á leiknum í gær og hjálpaði klárlega til við að landa þessum mikilvæga sigri. Nú þurfum við aftur á ykkar stuðning að halda og eru enn nokkur laus sæti í draumaferð út til að fylgjast með strákunum okkar vonandi tryggja sér sæti í næstu umferð.

Flogið verður frá Akureyrarflugvelli milli klukkan 19:00 og 20:00 á þriðjudeginum (18. júlí) og lent í Liverpool. Á föstudeginum verður svo farið með ferju yfir til Dublin og þaðan flogið heim aftur til Akureyrar. Við bjóðum upp á pakka sem inniheldur bæði flugin sem og í ferjuna fyrir aðeins 94.000 krónur og eru skattar innifaldir.

Greiða þarf fyrir brottför til KA - og verður hægt að greiða með creditkorti eða millifærslu

Skráning í flugið er hér

Skráning á þennan lista er bindandi. Það þarf að fylla þetta út fyrir hvern farþega!

Athugið að gisting er ekki innifalin og þurfa stuðningsmenn sjálfir að verða sér útum gistingu. Við bendum á að bæði er hægt að gista í Liverpool og ferðast til Oswestry á leikdegi eða bóka einfaldlega gistingu í Oswestry.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is