Flýtilyklar
Karen María til Svíþjóðar með U19
14.08.2019
Fótbolti
Karen María Sigurgeirsdóttir leikmaður Þórs/KA var í dag valin í U19 landsliðið sem fer til Svíþjóðar í lok ágúst og leikur þar tvo æfingaleiki gegn Noregi og Svíþjóð. Þetta er mikill heiður fyrir Kareni en hún er aðeins 18 ára gömul og tekur þátt í sínum fyrstu leikjum fyrir U19 ára landsliðið.
Karen María er gríðarlega öflugur leikmaður en hún hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið 41 leik fyrir Þór/KA og gert í þeim 7 mörk. Þá hefur hún einnig leikið 3 leiki með U17 ára landsliði Íslands auk þess að gera 3 mörk í 11 leikjum með Hömrunum í fyrra.
Við óskum Kareni til hamingju með valið sem og góðs gengis í komandi verkefni.