KA/Þór tekur á móti toppliði Vals

Handbolti

KA/Þór tekur á móti toppliði Vals í Olísdeild kvenna í handboltanum á morgun, laugardag, klukkan 15:00. Stelpurnar hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eru staðráðnar í að leggja sterkt lið Vals að velli en þurfa á þínum stuðning að halda!

Fyrir þá sem ekki komast í KA-Heimilið er leikurinn í opinni dagskrá á KA-TV YouTube í boði Sigurgeirs Svavarssonar ehf. Það er því eina vitið að fylgjast vel með gangi mála, áfram KA/Þór!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is