Flýtilyklar
KA Podcastið: KA stemningin er einstök
24.07.2019
Fótbolti
Hjalti Hreinsson fær Óla Stefán Flóventsson þjálfara KA til sín í spjall í KA Podcastinu. Þeir félagar fara vel yfir sumarið til þessa sem og stöðuna sem liðið er í nú þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað. Það má með sanni segja að spjallið sé skemmtilegt en líka áhugavert og flott upphitun fyrir heimaleikinn á sunnudaginn.
Óli Stefán ræðir meðal annars David Cuerva nýjasta leikmann KA og þá ræðir hann stemninguna í kringum KA liðið sem hann segir vera einstaka.