Flýtilyklar
KA Podcastið - 28. júní 2018
28.06.2018
Fótbolti
Í hlaðvarpsþætti KA þessa vikuna fara Siguróli Magni Sigurðsson og Ágúst Stefánsson yfir atburði síðustu viku en þar stóðu hæst frábær sigur Þórs/KA á Breiðablik í toppslag Pepsi deildar kvenna sem og Greifamót KA í 7. flokki kvenna. Þeir félagar hita einnig upp fyrir leik KA og Breiðabliks í fyrsta leik Pepsi deildar karla eftir HM hlé.
Þá mætir enginn annar en Magnús Sigurður Sigurólason betur þekktur sem Maggi Siguróla og ræðir hann við son sinn um N1 mót KA sem hefst á miðvikudaginn ásamt ýmsu öðru tengdu KA.
Við minnum á að KA Podcastið er aðgengilegt á podcast veitu iTunes.