KA og Þór/KA fengu útileik í bikarnum

Fótbolti

Dregið var í Mjólkurbikarnum í hádeginu og fengu bæði KA og Þór/KA krefjandi útileiki. KA sækir Stjörnuna heim í 32-liða úrslitum karlamegin en Þór/KA sækir FH heim í 16-liða úrslitum kvennamegin.

Bæði lið hafa setið hjá í keppninni til þessa en lið í efstu deild sitja hjá í fyrstu umferðunum. Áætlað er að leikur Stjörnunnar og KA í Garðabænum fari fram dagana 22.-24. júní en leikur FH og Þórs/KA 31. maí eða 1. júní.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is