KA Meistarinn fer í loftið!

Almennt
KA Meistarinn fer í loftið!
Spennandi keppni framundan!

Í KA Meistaranum keppast deildir innan KA við í skemmtilegri spurningakeppni um titilinn að verða KA Meistarinn. Spyrill er Siguróli Magni Sigurðsson og stigavörður er Egill Ármann Kristinsson. Þættirnir voru teknir upp fyrir jólin 2018 en fyrst nú hefur gefist almennilegur tími til að vinna þættina og birtum við þá hér næstu daga.

Í fyrsta þætti mætast kvennalið KA/Þórs og handboltalið KA í 8-liða úrslitum í uppgjöri handboltaliðanna. Arna Valgerður Erlingsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir keppa fyrir hönd KA/Þórs en Daði Jónsson og Jón Heiðar Sigurðsson fyrir karlaliðið, þú vilt ekki missa af þessu fjöri!

Í öðrum þætti mætast kvennalið KA í blaki og kvennalið Þórs/KA í knattspyrnu í 8-liða úrslitum keppninnar. Halldóra Margrét Bjarnadóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir keppa fyrir hönd blakliðs KA en Anna Rakel Pétursdóttir og Harpa Jóhannsdóttir fyrir lið Þórs/KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is