Flýtilyklar
KA mætir Dalvík/Reyni kl. 20:30
KA leikur lokaleik sinn í riðli 1 á Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í kvöld er liðið mætir Dalvík/Reyni klukkan 20:30 í Boganum. KA sem hefur unnið sannfærandi sigra á KF og Þór 2 til þessa tryggir sér sigur í riðlinum með stigi eða sigri í kvöld og þar með sæti í úrslitaleiknum sjálfum.
Dalvík/Reynir hefur hinsvegar aðeins leikið einn leik til þessa en þeir gerðu 1-1 jafntefli gegn KF á dögunum þar sem liðsmenn KF jöfnuðu seint í uppbótartíma. Það er mikilvægt að strákarnir nýti leik kvöldsins vel og klári með sæmd enda stutt í að Lengjubikarinn hefjist en þar mæta strákarnir liði Íslandsmeistara Vals í fyrsta leik þann 13. febrúar.
Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leik kvöldsins en hann verður í beinni útsendingu á KA-TV og um að gera að fylgjast vel með gangi mála, áfram KA!