KA leitar að fjármálastjóra

Almennt

Knattspyrnufélag Akureyrar leitar nú að öflugum aðila í starf fjármálastjóra félagsins. Fjármálastjóri gegnir mikilvægu hlutverki í starfsemi félagsins og sýnir frumkvæði í verkefnum, bæði í innra og ytra umhverfi þess.

Helstu verkefni:

  • Umsjón og ábyrgð á fjármálum félagsins
  • Umsjón og ábyrgð á bókhaldi félagsins
  • Umsjón og ábyrgð á gerð rekstrar og greiðsluáætlanna félagsins
  • Ábyrgð á uppgjörum félagsins
  • Ábyrgð á Nóra skráningarkerfinu
  • Önnur verkefni í samráði við framkvæmdarstjóra

Hæfniskröfur:

  • Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Þekking á uppgjörum og gerð ársreikninga er kostur
  • Kunnátta á DK bókhaldskerfi er nauðsynleg
  • Kunnátta á Nóra skráningarkerfi er kostur
  • Drifkraftur, jákvæðni og góð samskiptahæfni
  • Nákvæmni og góður skilningur á tölulegum upplýsingum

Nánari upplýsingar veitir Sævar Pétursson, saevar@ka.is. Umsóknarfrestur er til 30. maí 2019


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is