KA hringitónn fyrir snjallsíma

Almennt | Fótbolti | Handbolti | Blak | Tennis og badminton
KA hringitónn fyrir snjallsíma
Nú getur síminn einnig stutt við KA!

Mikil stemning er í kringum KA í dag eftir frábæran 1-3 sigur liðsins á Breiðablik í Kópavogi í gær. Stuðningsmenn KA stóðu sig frábærlega í stúkunni rétt eins og leikmenn liðsins á vellinum sjálfum.

Svo mikil var stemningin og gleðin sem henni fylgdi að við vorum beðin um að útfæra hringitón með stuðningsmönnum að hvetja KA. Ekki var hægt að neita svo skemmtilegri bón og við kynnum hér til leiks KA hringitón í MP3 formi sem á að virka á alla snjallsíma og helstu eldri týpur af farsímum.

Við bjóðum upp á hringitóninn bæði í Mono (einni rás) sem og í Stereo (tvær rásir) til vonar og vara en báðar útgáfur ættu að svínvirka, áfram KA!

Smelltu hér til að sækja Mono útgáfuna

Smelltu hér til að sækja Stereo útgáfuna

Það sem þú þarft að gera er að sækja aðra hvora útgáfuna hér fyrir ofan, fara svo í Settings í þínum síma, finna þar hvar þú velur hringitón og velja þar ka-hringitonn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is