KA áfram í 8-liða úrslit bikarsins

Handbolti

KA er komið áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni HSÍ en strákarnir áttu að mæta liði Víði í Garði í KA-Heimilinu í dag. Lið Víðis hefur hinsvegar dregið sig úr leik og fer KA því sjálfkrafa áfram í næstu umferð.

Strákarnir eru því aðeins einum leik frá sjálfri bikarúrslitahelginni en nú er liðið komið í jólafrí.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is