KA á 7 fulltrúa í U17 landsliðum BLÍ

Blak
KA á 7 fulltrúa í U17 landsliðum BLÍ
Stúlknalandsliðið ásamt þjálfurum

KA á 7 fulltrúa í U17 ára landsliðum BLÍ sem taka þátt í NEVZA sem fram fer í Danmörku. Það eru bæði U17 ára lið drengja og stúlkna sem setja að kappi í Danmörku um þessar mundir en mótið er spilað 14.-16. október.

Í drengjaliðinu á KA tvo fulltrúa: Ármann Snæ Heimisson og Ágúst Leó Sigurfinnsson. Ármann er fæddur árið 2008 en Ágúst árið 2009.

Í stúlknaliðinu á KA 5 fulltrúa þær: Auði Pétursdóttur og Diljá Mist Jensdóttur fædda árið 2007, Sóldís Júlíu Sigurpálsdóttur og Sveinbjörg Lilju Ingólfsdóttur fæddar árið 2008 og svo Aniku Snædís Gautadóttur fædda árið 2009.

Við óskum KA krökkunum og landsliðunum góðs gengis í keppninni!

Drengjalandsliðið ásamt þjálfurum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is