KA 4.flokkur eru Partille Cup meistarar

Handbolti
KA 4.flokkur eru Partille Cup meistarar
Partille meistarar 2022

KA varð í dag Partille Cup meistari í handknattleik karla í B16 ára flokki, 4. flokkur eldra ár, eftir sigur á sænska liðinu Önnered, 15-10 í úrslitaleik. Þetta er enn ein rósin í hnappagat strákanna en þeir eru Íslands-, Bikar- og Deildarmeistarar eftir að hafa ekki tapað leik undanfarin ár á Íslandsmótinu.

Myndaveisla frá okkar liðum má nálgast á Akureyri.net en myndirnar tók Guðmundur Svansson.

Partille Cup er eitt allra stærsta handboltamót í heimi fyrir yngriflokka og sigur á mótinu ansi stór gæðastimpill yfir okkar frábæra starfi.

KA og KA/Þór sendu nokkur lið til leiks á mótið og munum við fjalla betur um árangur okkar liða á morgun.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is