Júdóæfingar hefjast mánudaginn 6. september

Júdó
Mánudaginn 6. september munu æfingar hefjast hjá öllum aldursflokkum júdódeildar KA.  Æfingagjöld í júdó eru þau sömu og hafa verið undanfarin ár.  Við leggjum mikið upp úr því að æfingagjöld séu í algjöru lágmarki svo að sem flestir geti æft júdó.   

Æfingataflan er eftirfarandi:

 

Krakkar fæddir 2005-2006: 

Sunnudaga kl. 10:00-11:00.
Æfingagjald er kr. 6000 fram að áramótum.


Krakkar fæddir 2003-2004:

Miðvikudaga kl. 16:30-17:30 og sunnudaga kl. 11:00 til 12:00.
Æfingagjald er kr. 12.000 fram að áramótum.


Krakkar fæddir 2001-2002: 

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30 – 18:30.
Æfingagjald er kr. 12.000 fram að áramótum.


Krakkar fæddir 1996-2000: 

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 17:30 - 18:30.
Æfingagjald er kr. 16.000 fram að áramótum.


15 ára og eldri, f. 1995 og fyrr: 

Alla virka daga kl. 18:30-20:00 (á miðvikudögum er þrekæfing).
Æfingagjald er kr. 20.000 fram að áramótum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is