Jólamót og viðurkenningar

Júdó
Jólamót og viðurkenningar
Ingvar Már formaður KA veitti verðlaun

Jólamót júdódeildar fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni. Fullt af flottum glímum og krakkarnir stóðu sig öll með sóma.

Áður en verðlaunaafhendingin fór fram var kynnt kjör á júdómanni og júdókonu ársins og veitt viðurkenning fyrir mestu framfarirnar.

Viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar á árinu hlaut Hannes Sigmundsson.
Júdókona ársins er Berenika Bernat.
Júdómaður ársins er Alexander Heiðarsson.
Berenika og Alexander verða í kjörinu til íþróttamanns og íþróttakonu Akureyrar 2019.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is