Flýtilyklar
Jólabolti KA fyrir 4.-6. flokk
Meistaraflokkur KA í knattspyrnu stendur fyrir stórskemmtilegum jólabolta fyrir iðkendur í 4., 5., og 6. flokki dagana 21. og 22. desember næstkomandi. Á þessum tímapunkti verður jólafríið byrjað bæði í skóla og æfingum svo það er heldur betur tilvalið að koma í Bogann í jólaboltann sem verður skemmtilegt uppbrot frá hefðbundnum flokksæfingum.
Við hlökkum til að sjá sem flesta, bæði stráka og stelpur, en það verður tvískipt eftir aldri og síðan munum við skipta í fleiri minni hópa inni á æfingunum. Skráning fer fram með því að smella hér fyrir neðan eða í gegnum 'Verslun' í Sportabler appinu.
Yngri hópurinn mun æfa frá klukkan 9:00 til 11:00 og eldri hópurinn svo frá 13:00 til 15:00.