Jóhann Sævarsson framlengir við KA

Handbolti
Jóhann Sævarsson framlengir við KA
Jói og Halli sáttir við undirritunina

Jóhann Geir Sævarsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild KA og er hann nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2025-2026. 

Jóhann Geir er 25 ára gamall vinstri hornamaður sem er uppalinn hjá KA og hefur hann leikið með meistaraflokksliði félagsins undanfarin fjögur tímabil. Hann hefur nú leikið 93 leiki í deild, bikar og evrópu og ljóst að það styttist í sögulegan 100. leik fyrir KAen samtals hefur Jói gert 130 mörk í þessum 93 leikjum.

Jói er sonur Sævars Árnasonar sem er mikil KA kempa en Sævar vann allt sem hægt var að vinna með félaginu á árunum 1996-2006 en rétt eins og sonurinn lék hann í vinstra horninu.

Það eru afar jákvæðar fréttir að Jói sé búinn að skrifa undir nýjan samning og hlökkum við til að sjá meira til þessa öfluga kappa í gula og bláa búningnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is