Jóhann og Mikael í æfingahóp U15

Fótbolti
Jóhann og Mikael í æfingahóp U15
Jói og Mikki eru klárir í slaginn!

KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 24.-26. janúar næstkomandi. Þetta eru þeir Jóhann Mikael Ingólfsson og Mikael Breki Þórðarson en strákarnir hafa verið fastamenn í undanförnum hópum landsliðsins.

Báðir eru þeir Jóhann og Mikael gríðarlega öflugir og metnaðarfullir og verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með þeim í náinni framtíð. Við óskum þeim báðum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum en Lúðvík Gunnarsson stýrir hópnum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is