Flýtilyklar
Jan Larsen látinn
Jan Larsen handknattleiksþjálfari, sem þjálfaði karlalið okkar KA manna keppnistímabilið 1982-83 lést í gær í Danmörku eftir erfið veikindi. Hann var 68 ára gamall.
Jan Larsen var einstakur áhugamaður um vöxt og viðgang handboltans og frábær þjálfari. Þrátt fyrir að hafa einungis starfaði eina leiktíð hjá KA markaði hann djúp spor í sögu handknattleiks hjá félaginu, enda vann KA sér sæti í efstu deild undir hans stjórn.
Jan við undirskriftina hjá KA (mynd: Dagur)
Hann var einnig áhugasamur um félagið og mikill félagi, því eru minningar okkar um hann bæði margar og góðar. Jan Larsen hélt ætíð tryggð við félagið og var í góðu sambandi við félaga sína í KA sem störfuðu við hlið hans í félaginu.
Að leiðarlokum vottar stjórn Knattspyrnufélags Akureyrar, fyrir hönd félagsmanna þess, Maríu Egilsdóttur eftirlifandi eiginkonu Jans, og fjölskyldu innilegustu samúð sína.