Jakob Snær gengur til liðs við KA

Fótbolti

Jakob Snær Árnason hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild KA út árið 2024. Jakob sem er 24 ára gamall kantmaður kemur frá Þór þar sem hann spilaði 89 leiki og skoraði í þeim 8 mörk auk þess sem hann lék eitt sumar með KF þar sem hann lék 8 leiki og skoraði 3 mörk.

Jakob hefur verið algjör lykilmaður í liði Þórs undanfarin ár og verður spennandi að sjá hann í gula og bláa búningnum. Við bjóðum Jakob hjartanlega velkominn í KA um leið og við minnum á næsta leik okkar manna á móti Keflavík þriðjudaginn 3. ágúst á Greifavelli.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is